Ferð 5-A til Brussel.
Mánudaginn 27.september mun 5-A fara til Brussel ásamt 2 kennurum. Þau munu dvelja þar í 5 daga og heimsækja ýmsar stofnanir. Farið verður í heimsókn til Evrópuráðsins, í Evrópuþingið og á skrifstofu stækkunarnefndarinnar. Einnig verður EFTA sótt heim og Þróunarsjóður EFTA sem og skrifstofur NATO. Íslenska sendiráðið mun einnig taka á móti nemendunum og tími mun gefast til að skoða Brussel og borgina Brugge líka. Skólinn óskar nemendum góðrar ferðar.