25. nóv. 2010

Andlát

 

Ingibjörg R. Guðmundsdóttir,varaformaður skólanefndar Verzlunarskólans lést í gær á Landspítalanum við Hringbraut eftir erfið veikindi.  Ingibjörg starfaði meðal annars hjá Flugleiðum, sat í stjórn VR, auk þess að vera formaður LÍV og er hún eina konan sem gegnt hefur embætti formanns landssambands innan ASÍ.

Verzlunarskóli Íslands vottar fjölskyldu Ingibjargar samúð sína og þakkar henni vel unnin störf og þann hlýhug sem hún sýndi skólanum alla tíð en hún sat í skólanefnd frá árinu 1979.  Víst er að Ingibjargar R. Guðmundsdóttur verður sárt saknað.

Fréttasafn