12. apr. 2011

Dimissio

 

Fimmtudaginn 14.apríl verður dimissio í Verzlunarskóla Íslands. Þá kveðja 6.bekkingar og eru svo sendir burt og koma aðeins í skólann til að þreyta prófin. Það mun vera merking orðsins – dimissio - að senda burt. Nemendur munu kveðja kennara sína og skólann og halda yfir þeim ræður. Sú dagskrá hefst í Bláa Sal kl. 11:30. Föstudagskvöldið 15. apríl verður sameiginlegt borðhald kennara og 6.bekkinga á Hótel Sögu. Flutt verða skemmtiatriði og kennarar og nemendur stíga saman dans. Skólinn óskar nemendunum góðs gengis í væntanlegri prófatörn.

Fréttasafn