20. maí 2011

Fyrir þá sem ætla í skiptinám eftir 1. námsár

 

Á næsta skólaári verða þær breytingar gerðar á uppbyggingu námsáfanga að einkungis verða kenndir þriggja eininga áfangar á fyrsta námsári. Þessar breytingar munu ekki hafa nein áhrif á þá nemendur sem nú eru í 3. bekk, aðra en þá sem fara utan í skiptinám. Þessi breyting mun hafa það í för með sér að einingum í íslensku, ensku og dönsku  mun fjölga á fyrsta námsári. Þetta mun einnig hafa það í för með sér að nemendur hefja ekki nám í 3. tungumáli fyrr en á öðru námsári.

Nemendur á fyrsta námsári sem ætla utan í skiptinám þurfa að gera ákveðnar ráðstafanir áður en þeir koma aftur í skólann að ári liðnu. Þeir þurfa að hafa lokið eftirfarandi áföngum: ísl212 og ens212. Áfangana geta þeir tekið endurgjaldslaust í fjarnámi skólans og hafa til þess þrjár annir með sumarönninni 2012.  

Svipað er uppi á teningnum í dönsku á næsta ári en þá munu nemendur á öðru námsári vera búnir að ljúka sínu dönskunámi til stúdentsprófs (fyrir utan máladeild). Skiptinemar verða því einnig að taka dan212 í fjarnámi en það þarf þó ekki að gerast áður en þeir hefja nám að nýju þar sem um lokaáfanga er að ræða.

Einnig er rétt að benda á að 3. tungumálið (franska, spænska og þýska) færist upp á 2. ár. Það hefur nokkur áhrif á skiptinemana sem þegar hafa lokið 4 einingum í 3. tungumáli. Samkvæmt núverandi skipulagi ættu þeir að vera að fara í tveggja eininga framhaldsáfanga (t.d. fra212) en þegar þeir snúa aftur til baka munu þeir fara í þriggja eininga áfanga (t.d. fra203) á vorönn en þeir hafa þegar lokið einni af þeim einingum. Nemendur geta að sjálfsögðu einnig tekið þennan 212 áfanga í fjarnámi og hafa þá lokið 6 einingum en kjósi þeir að gera það ekki munu þeir fara í sama áfanga og bekkjarfélagar þeirra á vorönninni.

Fréttasafn