23. ágú. 2011

Skólasetning

Verzlunarskólinn var settur í 107. sinn föstudaginn 19. ágúst. Skólastjóri, Ingi Ólafsson, setti skólann og bauð nemendur og starfsfólk skólans velkomið. Í skólasetningaræðunni kom meðal annars fram að aldrei hafi jafn margir nemendur stundað nám við dagskólann eða 1254 nemendur. 341 nemandi innritaðist í 3. bekk og fá þeir nemendur sem hæstir voru samkvæmt útreikningi skólans við innritun frí skólagjöld. Þessir nemendur eru Birkir Einar Gunnlaugsson og Logi Bergþór
Arnarsson, báðir með einkunnina 10,0. Skólastjóri lagði ríka áherslu á það að
nemendur tækju námið föstum tökum og þá sérstaklega nýnema því margir þeirra
sem ekki komust inn í haust vonast eftir lausum plássum um áramót.

 

Fréttasafn