29. ágú. 2011

Foreldrafundur fimmtudaginn 1. september

Foreldrafundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema verður haldinn í skólanum fimmtudaginn 1. september nk. klukkan 20:00. Á fundinum verður fjallað um starfsemi skólans og hvers vænta megi af samstarfi heimila og skólans. Einnig verður farið yfir helstu reglur sem gilda um námsskipulag og námsframvindu. Foreldrum og forráðamönnum verður boðið að hitta umsjónarkennara í kennslustofum í lokfundar. Gert er ráð fyrir að umsjónarkennarar hvers bekkjar ræði við alla foreldra/forráðamenn samtímis.

Fréttasafn