4. okt. 2011

Fyrirlesturinn „Fyrsta ölvunin“ í kvöld

Verzlunarskólinn minnir á fyrirlestur Jóns Sigfússonar frá Rannsóknum og greiningu sem verður hér í Bláa sal í kvöld, þriðjudaginn 4. október, klukkan 19:30. Fyrirlesturinn er unninn upp úr skýrslu sem ber yfirskriftina Fyrsta ölvunin og tekur u.þ.b. 40 mínútur.

Í fyrirlestri sínum mun Jón Sigfússon fjalla um rannsókn sem gerð var á vímuefnanotkun ungs fólks, en hann mun sérstaklega fjalla um útkomu  Verzlunarskólans í könnuninni.

Foreldrar og forráðamenn ólögráða nemenda eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Fréttasafn