25. okt. 2011

Miðannarball NFVÍ miðvikudaginn 26. október

Næsta ball NFVÍ verður haldið á Nasa á morgun, miðvikudaginn 26. október.

Húsið opnar klukkan 22:00 og er 3. bekkur beðinn að mæta á milli klukkan 22:00-22:30, 4. bekkur 22:30-23:00 og svo 5. og 6. bekkur klukkan 23:00-23:30. Húsinu er lokað stundvíslega klukkan 23:30 og ballinu, sem verður með rockabilly þema, lýkur klukkan 01:00.

Fulltrúar frá  foreldrafélaginu verða fyrir utan Nasa til aðstoðar í röðinni og að sjálfsögðu verða fimm kennarar frá skólanum á ballinu.

Öll notkun tóbaks og áfengis er stranglega bönnuð og verður áfengismælirinn við hendina.

Fréttasafn