28. okt. 2011

Rúmlega 40% nemenda skemmta sér án áfengis

Verzlunarskólinn er með svokallaðan „edrúpott“ á skóladansleikjum. Tilgangurinn er að nemendur sjái sér í hag í því að mæta edrú á böllin og eigi þar með möguleika á veglegum vinningum.  Með þessu viljum við hvetja nemendur til að skemmta sér án áfengis.

Í gærkvöldi var dansleikur á NASA og telst okkur til að 40,4% ballgesta hafi skemmt sér án áfengis og er það einstaklega ánægjulegt.

Foreldrafélagið stóð vaktina fyrir utan og eiga þau þakkir skilið fyrir sitt góða og mikilvæga starf.

Fréttasafn