Ræðukeppni ESU – námskeið fyrir nemendur og kennara
Í dag, 4. nóvember, stendur ESU (English Speaking Union) á Íslandi fyrir námskeiði í ræðumennsku sem upphitun fyrir ræðukeppni vorsins. Námskeiðið fer fram hér í Versló.
Leiðbeinandi er Annette Taylor sem kemur hingað á vegum félagsins. Annette hefur áralanga reynslu af svona þjálfun. Fyrir hádegi þjálfar hún hóp nemenda úr framhaldsskólum, m.a. úr Versló, og eftir hádegi leiðbeinir hún kennurum varðandi þjálfun í ræðumennsku.
Landskeppnin fer svo fram í febrúar og viðfangsefni hennar verður The Wisdom of Youth. Sigurvegari þeirrar keppni heldur svo til London og keppir í alþjóðakeppninni, þar sem efnið er Heart and Soul en sigurvegarinn þar tekur svo við sigurlaunum í Buckingham höll í nóvember!
Í Verzló skipuleggjum við undankeppni fyrir landskeppnina á Gleði- og fræðsludaginn, og stefnum svo á að senda sigurvegara áfram frá okkur, líkt og tvö undanfarin ár, en 2009 fóru Oddur Sigurðsson og Haraldur Tómas Hallgrímsson til London frá okkur og í fyrra fór Sigríður Margrét Egilsdóttir frá okkur ásamt Hildi Hafstað úr MH.
Þetta er frábært tækifæri fyrir krakkana til að efla sig í ræðumennsku og ensku, og kynnast fólki hvaðanæfa.