8. nóv. 2011

Nemendur gera það gott

Um nýliðna helgi fór fram framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, BOXIÐ.

Keppnin felst í þrautabraut með sex stöðvum og fara liðin, sem hvert er skipað fimm einstaklingum, á milli brauta og leysa ólíkar þrautir á hverjum stað. Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

14 framhaldsskólar víðsvegar af landinu sendu lið í undankeppni BOXINS og mættust þeir átta skólar sem komust áfram í lokakeppni um helgina sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík.

Lið okkar sem var skipað þeim Hildi Kristínu (6X), Halldóri Snæ (6Y), Kristjáni Inga (5X) og Bjarna Erni (5X) gerði sér lítið fyrir og sigraði keppnina eftir æsispennandi úrslitarimmu.

Þetta eru þó ekki einu nemendur Verzló sem eru að gera það gott því þeir Haukur Kristinsson (3X) og Árni Steinn Viggósson (3F) hlutu verðlaun á dögunum fyrir besta myndbandið í hugmyndasamkeppninni Snilldarlausnir Marel.

Snilldarlausnir Marel ganga út á það að gera sem mest úr einhverjum ákveðnum hlut, taka það upp á myndband og senda í keppnina. Í ár var þessi hlutur dós og eins og áður segir sendu þeir Haukur og Árni inn besta myndbandið og unnu sér þannig inn 1. verðlaun.

Heimasíða keppninnar er http://www.snilldarlausnir.is/

Þá enduðu þau Pétur Steinn (3S), Halldóra Þöll (4X) og Einar Páll (4Y) á meðal 20 efstu í stærðfræðikeppni framhaldsskólanema (neðra stig) á dögunum.

Óskum við nemendum innilega til hamingju með þennan árangur.

verslo

Fréttasafn