Nordplús - norræn nemendaráðstefna
Vikuna 5. – 11. nóvember tóku 4 nemendur Verzlunarskóla Íslands ásamt kennara þátt í árlegri norrænni nemendaráðstefnu átta verslunarskóla frá öllum Norðurlöndunum sem haldin var í Kaupmannahöfn að þessu sinni. Er þetta í 16. sinn sem skólinn tekur þátt í þessu samstarfi. Þema ráðstefnunnar var frumkvöðlastarf og átti hver skóli að kynna það frumkvöðlastarf sem færi fram í þeirra heimalandi ásamt einu fyrirtæki á því sviði.
Einnig heimsóttu þátttakendur ýmsa áhugaverða staði og stofnanir sem vinna að frumkvöðlastarfi og unnu í blönduðum hópum að margs konar verkefnum þar sem bæði reyndi á færni þeirra í norrænum tungumálum, greiningu á verkefnum sem og lausnum þeim tengdum.
Nemendur skólans völdu að kynna stuttlega tölvuleikjafyrirtækið CCP og DeCode en lögðu megináherslu á stoðtækjaframleiðandann Össur. Nemendur stóðu sig þar einstaklega vel og eiga þakkir skilið fyrir vel unnið kynningarverkefni sem og frammistöðu sína við kynningu á því.