VÍ sigurvegari landskeppni eTwinning
Á dögunum fékk spænskudeild Verzlunarskóla Íslands verðlaun í landskeppni eTwinning fyrir verkefni starfrækt skólaárið 2010-2011, en eTwinning er áætlun um rafrænt skólasamfélag í Evrópu.
Þetta er glæsilegur árangur því 11 skólar tóku þátt í keppninni og alls voru 15 verkefni send inn. Verzló var að lokum annar tveggja skóla sem stóð uppi sem sigurvegari með verkefnið How´s life over there? Y tú ¿Cómo vives? (nánar má lesa um verkefnið með því að ýta á heiti þess).
Á heimasíðu menntaáætlunar Evrópusambandsins má lesa umfjöllun um verðlaunaverkefnin tvö sem unnu 1. verðlaun.