20. jan. 2012

G.V.Í. vinnur með Tears Children

Góðgerðaráð Verzlunarskóla Íslands, G.V.Í., vinnur árlega með mismunandi hjálparsamtökum sem staðsett eru víðsvegar um heiminn.

Í ár hefur Góðgerðaráð Verslunarskólans aðstoðað samtökin Tears Children (http://www.tearschildren.org/) en samtökin einsetja sér að bæta líf barna, unglinga og einstæðra mæðra í Kenýa. Söfnunin hefur gengið vel og núna í febrúar verður opnaður leiksskóli fyrir um 100 börn rétt fyrir utan Nairobi, byggður með styrkjum marga, þar á meðal G.V.Í.

Leikskólinn verður opnaður þann 9. febrúar n.k. og ætla fulltrúar frá G.V.Í. að vera viðstaddir opnunina. Nú stendur yfir söfnun á marmara Verzlunarskólans þar sem nemendur geta gefið gömul föt og leikföng sem ætlunin er að færa börnunum á opnun leikskólans.

tears

Fréttasafn