25. jan. 2012

Foreldrafundur mánudaginn 30. janúar

Foreldrum og forráðamönnum nemenda í 3. og 4. bekk er boðið í skólann mánudaginn 30. janúar kl. 12.50 - 18.00. Þá gefst foreldrum/forráðamönnum tækifæri til að ræða einslega við umsjónarkennara en gert er ráð fyrir að hvert viðtal taki um það bil 10 mínútur.

Verzlunarskólinn leggur ríka áherslu á að foreldrar fylgist með námi og ástundun barna sinna. Í því skyni viljum við benda á foreldraaðgang að upplýsingakerfi skólans þar sem hægt er að fylgjast með skólasókn og sjá einkunnir í skyndiprófum.

Fréttasafn