30. jan. 2012

Gleði- og forvarnadagur VÍ

Miðvikudagurinn 1. febrúar verður helgaður fræðslu um heilbrigt líferni í víðum skilningi. Hefbundin kennsla verður fyrstu tvo tímana en síðan skiptum við um takt og við taka fyrirlestrar, samræður og örnámskeið um ýmislegt sem tengist því að vera ungur í margbreytilegu og flóknu samfélagi.

Von er á góðum gestum því mörg námskeiðin og fræðsluerindin verða í höndum utanaðkomandi aðila. Það er vafalaust fróðlegt fyrir foreldra að heyra hvaða atburði börn þeirra völdu og hvernig þeim líkaði því úr mörgu er að velja.

Dagskrána má nálgast hér: Kynningarbaeklingur_FForvarnir2012.

gledi

Fréttasafn