20. feb. 2012

Opið hús 23. febrúar

Fimmtudaginn 23. febrúar verður opið hús í Verzlunarskóla Íslands. Þá verður nemendum og foreldrum/forráðamönnum boðið að koma og skoða skólann, fá upplýsingar um námið og félagslífið, spjalla við skólayfirvöld, námráðgjafa og kennara. Einnig munu nemendur sýna húsnæðið og einhverjar skemmtilegar uppákomur verða á þeirra vegum.

Opna húsið stendur yfir frá 17:00 - 19:00. Vonandi munu sem flestir áhugasamir mæta og nýta sér tækifærið að kynna sér betur það sem skólinn hefur uppá að bjóða og fá svör við þeim spurningum sem þeir kunna að hafa.

opidhus

 

Fréttasafn