23. feb. 2012

Verzló mætir FSU í Gettu betur

8-liða úrslit Gettu betur hefjast með viðureign Verzlunarskóla Íslands og FSU. Eftir sigra á FB og Menntaskólanum að Laugarvatni í fyrstu tveimur umferðunum tryggðu strákarnir okkar sér þátttökurétt í átta liða úrslitunum sem verður sjónvarpað klukkan 20:10 föstudaginn 24. febrúar. Keppnin fer fram í myndveri Sjónvarpsins.

Lið okkar þetta árið skipa þeir Egill Sigurðarson (6-H), Gísli Þór Þórðarson (5-I) og Jakob Helgi Bjarnason (3-A).

 

Hljóðneminn eftirsótti

Fréttasafn