28. feb. 2012

Verzló í undanúrslit Gettu betur

Á föstudaginn síðastliðinn tryggði Verzlunarskóli Íslands sér sæti í undanúrslitum Gettu betur. Verzló sigraði þá lið FSU með 20 stigum gegn 18 í keppni sem var nokkuð spennandi.

Þetta var fyrsta viðureignin í átta liða úrslitunum en ásamt Verzló eru MR, FG, MH, Borgarholtsskóli, MA og Kvennaskólinn eftir í keppninni.

Dregið verður í undanúrslit keppninnar í lok viðureignar MA og Kvennaskólans þann 16. mars.

 

Liðið í ár (mynd: mbl.is)

Fréttasafn