Norræn goðafræði áberandi í skólanum
Goð, gyðjur og hetjur norrænnar goðafræði hafa verið nemendum hugleiknar undanfarnar vikur. Þriðjubekkingar hafa farið á kostum við að túlka þessar verur á myndrænan hátt í íslenskutímum og Viljinn gerir þeim góð skil í smekklegum ljósmyndaþætti í nýjasta tölublaði sínu.
Fremstar meðal jafningja eru þó þær Aþena, Berglind og Ingibjörg í 3-R en þær eiga heiðurinn að mannhæðarstóru „líkneski“ af Óðni sem nú þrumir yfir stofu 406 á 4. hæð. Ríkir þar sannkölluð Eddustemmning:
Mjög er auðkennt,
þeim er til Óðins koma
salkynni að sjá:
vargur hangir
fyr vestan dyr
og drúpir örn yfir.
(Úr Grímnismálum).
Aþena, Berglind, Ingibjörg og Óðinn