Nemendur heimsóttu CERN
Nýlega fór hópur nemenda af eðlisfræðibraut í heimsókn til CERN, miðstöðvar evrópskra öreindarannsókna þar sem LHC-hraðallinn er meðal annars til húsa.
Nemendur fengu fræðslu um tækni og eðlisfræði LHC-hraðalsins og fengu að kynnast starfseminni sem þarna fer fram. Í ferðinni var einnig komið við í hinu mikla vísindasafni í Munchen, náttúrufræðisafninu í London og auðvitað BMW-verksmiðjunum.
Ferðin þótti heppnast mjög vel og komu bæði kennarar og nemendur sáttir til baka.