Heimsókn frá nemendum St. George´s school
Í síðustu viku heimsóttu okkur nemendur og kennarar frá St. George‘s School, sem er high school staðsettur rétt hjá Boston. Nemendurnir eru í verkefni sem kallað er Global programs.
Þeir taka fyrir eitt land og vinna verkefni og skrifa ritgerðir um það, og heimsækja síðan landið. Að þessu sinni unnu nemendur verkefni um Ísland.
Hópurinn dvaldi hér á landi í eina viku og á mánudaginn síðastliðinn kom helmingur hans í heimsókn í skólann og kynnti verkefni sín um Ísland fyrir hóp af nemendum okkar. Sagan endurtók sig síðan á fimmtudagsmorgun þegar nemendur heimsóttu skólann aftur.
Höfðu nemendurnir orð á því að heimsóknin í skólann hafi verið hápunktur ferðarinnar til landsins.
Hluti nemenda frá St. George´s School ásamt nemendum VÍ