22. mar. 2012

Nemendur úr 4. bekk heimóttu Handelsgymnasiet i Aarhus

Fjórðubekkingar lögðu land undir fót á dögunum og heimsóttu danska vini sína í Handelsgymnasiet i Aarhus.

Um mikla menningarferð var að ræða þar sem nemendur heimsóttu Aros Kunstmuseum, Legoverksmiðjurnar í Billund, Kattekat-sjávarlíffræðisetrið og Randers regnskov.

Gekk ferðin ákaflega vel og nutu nemendur mikillar gestrisni af hálfu danskra vina sinna og fjölskyldna þeirra. Höfðu sumir foreldrarnir á orði að þeir vildu bjóða gestum sínum að vera hjá þeim til frambúðar ef með þyrfti.

hopmynd1

hopmynd2

Fréttasafn