23. mar. 2012

Undanúrslit Gettu betur

Gettu_beturÍ kvöld, föstudaginn 23. mars, mætir lið Verzlunarskóla Íslands liði MR í undanúrslitum Gettu betur.

Með sigri á FB í 16-liða og FSU í 8-liða úrslitum tryggðu þeir Egill, Gísli og Jakob sér þátttökurétt í undanúrslitum keppninnar og verður forvitnilegt að sjá hvernig leikar fara í kvöld.

Viðureignin hefst klukkan 20:10 og er sjónvarpað beint á RÚV.

gettubeturlid2012

Fréttasafn