17. apr. 2012

Fyrirtækið Múltí valið besta fyrirtækið í Fyrirtækjasmiðju Ungra Frumkvöðla

Mynd-af-Multi-3Þriggja mánaða vinnu Fyrirtækjasmiðjunnar lauk s.l. föstudag með skemmtilegri uppskeruhátíð.

21 fyrirtæki úr 5 framhaldsskólum skiluðu umsókn í keppnina um besta fyrirtæki Fyrirtækjasmiðjunnar. Dómarar í keppninni voru þau Páll Á. Jónsson forstjóri Mílu ehf. og Sigríður Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Það var Fyrirtækið Múltí, sem var stofnað í janúar af nemendum í 6E, þeim Unni Véný Kristindóttur, Snæfríði Birtu Björgvinsdóttur, Telmu Rut Einarsdóttur, Þorvaldi Einarssyni, Ívari Bergþóri Guðfinnssyni og Sigurði Ágústi Sigurðssyni, sem bar sigur úr býtum. Múltí framleiðir og selur hollt og gott hundakex fyrir alla hunda. Hundakexið inniheldur engin rotvarnarefni, litarefni eða aukaefni.

Markmið fyrirtækisins er m.a. að stuðla að aukinni vitund meðal fólks um innihald gæludýrafóðurs. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið vonum framar og er Múltí hundakex nú fáanlegt í verslunum og á dýralæknamiðstöðum.

Fyrirtækjasmiðjan er áfangi á vegum Ungra Frumkvöðla sem kenndur er á viðskiptabraut í 6. bekk. Í áfanganum stofna nemendur fyrirtæki í byrjun annar og starfrækja í þrjá mánuði. Á þessari önn voru starfandi 11 fyrirtæki innan Verzlunarskólans.

Myndir frá verðlaunaafhendingu og uppskeruhátíð má sjá hér.

Mynd-af-Multi  Mynd-af-Multi-2  Mynd-af-Multi-4  Mynd-af-Multi-5

Smellið á myndirnar til að stækka þær

 

Fréttasafn