23. apr. 2012

Verzlunarskólinn Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák

Verzlunarskólinn varð fyrir helgi Íslandsmeistari framhaldsskóla í skák. Lið Verzlunarskólans skipuðu þeir Hjörvar steinn Grétarsson (5-H), Patrekur Maron Magnússon (5-I), Jökull Jóhannsson (6-E) og Alexander Gautason (4-X).

Þetta er frábær árangur hjá sveitinni, en alls tóku 40 ungmenni  þátt og er það metþátttaka á öldinni. Keppnin í ár var gríðarlega jöfn en eftir æsispennandi baráttu við sveit MR stóð skáksveit okkar uppi sem siguvegari.

Við óskum sveitinni innilega til hamingju með árangurinn. Skemmtilega úttekt á mótinu má lesa hér og hér.

Mynd: skak.blog.is

Fréttasafn