29. maí 2012

Signý Malín á leið á Ólympíuleikana í efnafræði

olympSigný Malín Pálsdóttir (6-U) er á leiðinni á Ólympíuleikana í efnafræði sem fara fram dagana 21. - 30. júlí.

Signý komst í úrslit Landskeppninnar í efnafræði sem fór fram í vor. Í úrslitunum náði hún þeim árangri að vera á meðal efstu keppenda og fékk fyrir vikið farmiða á Ólympíuleikana sem verða haldnir í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington DC.

Þetta er frábær árangur hjá Signýju og óskum við henni góðs gengis á leikunum.

Heimasíða Efnafræðifélags Íslands

Fréttasafn