4. jún. 2012

Brautskráning stúdenta

Verzlunarskóla Íslands var slitið í 107. sinn laugardaginn 26. maí. Alls brautskráðust 312 nýstúdentar og þar af 11 úr fjarnámi. Í hópnum voru 183 stúlkur og 129 piltar. Fjölmennasti hópurinn kemur af náttúrufræðibraut, eða 147, 108 af viðskiptabraut, 55 af félagsfræðibraut og 1 af málabraut.

Dúx skólans var Bjarni Óskarsson (6-E) með einkunnina 9,4 og fékk hann námsstyrk að upphæð 600.000 kr., en styrkurinn kemur úr VÍ 100 sjóðnum sem var stofnaður í tilefni aldarafmælis skólans. Næstir á eftir Bjarna voru þrír nemendur með einkunnina 9,3, en það voru þeir Kristófer Þór Magnússon (6-Y), Daníel Kristjánsson (6-D) og Heiðar Snær Jónasson (6-Y).

Þá hlaut Hörður Ragnarsson (6-H) 100.000 kr. styrk úr aldarafmælissjóðnum fyrir vinnu sína fyrir nemendafélag skólans.

verslo

Fréttasafn