22. ágú. 2012

Skólasetning 2012

Mánudaginn 20. ágúst var Verzlunarskóli Íslands settur í 108. skipti. 1236 nemendur eru skráðir í dagskóla þetta árið og því var margt um manninn í Bláa sal og á marmaranum þegar Ingi Ólafsson setti skólann. Af þessum 1236 nemendum eru 340 nýnemar.

Í ræðu sinni talaði Ingi m.a. um gildi skólans, en sérstök spjöld hafa verið hengd upp á marmaranum til að leggja sérstaka áherslu á gildin. Þessi gildi eru: Ábyrgð, hæfni, vellíðan og virðing.

ABYRGD HAEFNI

VELLIDAN VIRDING

Ábyrgð, hæfni, vellíðan og virðing

Fréttasafn