10. sep. 2012

Nýnemar boðnir velkomnir

vigsla1Föstudaginn 7. september voru nýnemar skólans boðnir velkomnir í Verzlunarskóla Íslands. Nýnemavígslan í ár var með öðru sniði en undanfarið því í staðinn fyrir að niðurlægja nýnema var þeim boðið upp á mjólk og kökur.

Nýnemum var safnað saman á marmarann upp úr hádegi þar sem þeir strengdu eið þar sem meðal annars kom fram að þeir elskuðu Verzlunarskólann áður en kór Kársnesskóla söng fyrir mannskapinn.

Eftir vígsluna fóru nýnemarnir saman í nýnemaferð til Borgarness þar sem bekkirnir skemmtu hver öðrum með heimatilbúnum atriðum.

vigsla2 vigsla3 vigsla4 vigsla5 vigsla6 vigsla7 vigsla8 vigsla9

Fréttasafn