10. sep. 2012

Nýnemaball í Vodafonehöllinni

vigsla6Nemendafélagið stendur fyrir dansleik miðvikudaginn. 12. september. Ballið verður í Vodafonehöllinni og stendur frá klukkan 22:00 til 01:00.

Nýnemaballið er með stærri dansleikjum vetrarins og mikil stemning fyrir því. Flestir bekkir hittast fyrr um kvöldið í heimahúsum og beinum við þeim tilmælum til foreldra og forráðamanna að leyfa hvorki eftirlitslaus partí né meðferð áfengis.

Undanfarin ár hafa dansleikir okkar farið mjög vel fram og nemendur verið til fyrirmyndar í alla staði. Til þess að forðast allan troðning fyrir utan staðinn eiga nemendur að mæta skv. eftirfarandi tímatöflu:

3. bekkur mætir milli 22:00-22:30 og blæs í áfengismæli.
4. bekkur mætir milli 22:30-23:00
5. bekkur mætir milli 23:00-23:30
6. bekkur mætir milli 23:30-24:00 og húsið lokar stundvíslega klukkan 24:00.

Edrúpotturinn verður á sínum stað. Skóli hefst klukkan 8:15 eða samkvæmt stundaskrá daginn eftir.

ball

Fréttasafn