Ragnar Már sigraði á sterku golfmóti
Ragnar Már Garðarsson, nemendi í 4-U, bar í gær sigur úr býtum á Duke of York-golfmótinu. Það þykir mikið afrek að vinna mótið, en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári.
Efnilegustu kylfingar Evrópu taka þátt á Duke of York mótinu en aðeins landsmeistarar unglinga fá keppnisrétt á mótinu. Mótið var spennandi en Ragnar Már stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir þriggja holu bráðabana.
Verzlunarskólinn óskar Ragnari til hamingju með glæsilegan árangur.
Andrew Bretaprins afhenti Ragnari verðlaunin