14. sep. 2012

Ragnar Már sigraði á sterku golfmóti

Ragnar Már Garðarsson, nemendi í 4-U, bar í gær sigur úr býtum á Duke of York-golfmótinu. Það þykir mikið afrek að vinna mótið, en það er eitt sterkasta unglingamót sem haldið er á hverju ári.

Efnilegustu kylfingar Evrópu taka þátt á Duke of York mótinu en aðeins landsmeistarar unglinga fá keppnisrétt á mótinu. Mótið var spennandi en Ragnar Már stóð að lokum uppi sem sigurvegari eftir þriggja holu bráðabana.

Verzlunarskólinn óskar Ragnari til hamingju með glæsilegan árangur.

ragnar

Andrew Bretaprins afhenti Ragnari verðlaunin

Fréttasafn