18. sep. 2012

Hraði og hreyfing á miðvikudegi

Heilsuefling Verzlunarskólans heldur áfram og nú er komið að því að ræsa næsta hluta formlega, hreyfinguna. Miðvikudaginn 19. september verður kennt samkvæmt stundaskrá hraða og hreyfingu til hádegis. Fyrstu þrjár kennslustundirnar verða 40 mínútur að lengd en síðasti tíminn fyrir hádegi verður nýttur til útiveru.

Nemendur og starfsfólk hittast á marmaranum klukkan 10:40 og byrja á léttum upphitunaræfingum. Að þeim loknum fara allir í heilsubótargöngu. Skipt verður niður eftir árgöngum:

3. bekkur hittist fyrir framan Borgarleikhúsið
4. bekkur hittist á bílastæði fyrir framan HR
5. bekkur hittist á bílastæði nemenda VÍ
6. bekkur hittist á bílastæði kennara VÍ

Fréttasafn