19. sep. 2012

Íþróttaálfur og heilsuganga

ganga1Það var blíðskaparveður þegar nemendur og starfsfólk Verzlunarskóla Íslands fóru í dag í tæplega 3 km. heilsugöngu. Gangan er liður í verkefninu heilsuefling framhaldsskóla, en hreyfing er í forgrunni verkefnisins skólaárið 2012/2013.

Það er óhætt að segja að nemendur hafi verið vel undirbúnir undir gönguna því það var enginn annar en íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, sem sá um að hita nemendur upp, en Magnús er verndari verkefnisins hjá VÍ.

Eftir góða upphitun var hópnum skipt eftir árgöngum og þeir gengu sína leiðina hver. Gangan tók u.þ.b. 30 mínútur og voru flestir sammála um það að hún hafi verið einstaklega hressandi, enda veðrið, eins og áður segir, sérlega gott.

Vert er að benda á að sérstök Facebook síða hefur verið sett upp í kringum verkefnið hjá Verzlunarskólanum. Hana má nálgast hér og er um að gera að "like-a" síðuna, en þar verður m.a. hægt að nálgast fleiri myndir frá göngunni í dag.

ganga1 ganga2 ganga3 ganga4 ganga7

ganga8 ganga10 ganga9 ganga11 ganga12

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Fréttasafn