21. sep. 2012

Skáldaslóð í Þingholtum

Nemendur í 6. bekk hafa á undanförnum dögum farið með íslenskukennurum sínum í vettvangsferð um Þingholtin. Á göngunni fræðast þeir um skáldin okkar; lesa úr verkum þeirra eða syngja ljóð og anda að sér sögunni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur búa sig undir að syngja vísur Þórbergs um Skólavörðuholtið.

skaldaslod

Smellið á myndina til að stækka hana

Fréttasafn