25. sep. 2012

Gunnar Gunnarsson í heimsókn

Fimmtudaginn 20. september heimsótti Gunnar Gunnarsson nemendur og kennara í skákvalinu í 6. bekk  í stofu 201. Gunnar lauk verslunarprófi frá VÍ fyrir 60 árum, varð Íslandsmeistari í knattspyrnu í meistaraflokki með Val fjórum árum seinna, eða 1956, og síðan Íslandsmeistari í skák 1966. Þá var hann forseti Skáksambands Íslands um árabil.

Gunnar, sem verður áttræður á næsta ári, lét sig ekki muna um að tefla fjöltefli við 16 nemendur áfangans. Hann tapaði aðeins einni skák (fyrir Hjörvari Steini), gerði fjögur jafntefli (við Þórð Gísla Guðfinnsson, Lars Davíð Gunnarsson, Bjart Hjaltason og Patrek Maron Magnússon) en hafði sigur gegn hinum 11.

gunnar5 gunnar4 gunnar3 gunnar2 gunnar1

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Fréttasafn