Berlín og Madríd heimsótt
Tveir hópar nemenda í 5. bekk á alþjóða- og málabraut Verzlunarskóla Íslands eru um þessar mundir staddir í Berlín og Madríd. Á ferðum sínum munu nemendur heimsækja bæði framhaldsskóla og menningarstofnanir.
Fyrri hópurinn hélt út á mánudaginn þegar tæplega 20 nemendur í þýskuvali fóru ásamt þýskukennurunum Rögnu Kemp og Þorgerði Aðalgeirsdóttur til Berlínar. Þar mun hópurinn m.a. heimsækja þýska þinghúsið (Reichstag), ýmsar menningarstofnanir og vera einn dag í framhaldsskóla þar sem nemendur skoða sig um og sitja í tímum.
Seinni hópurinn fór út í morgun, miðvikudaginn 26. september. Það voru spænskukennararnir Hilda Torres og Svanlaug Pálsdóttir sem héldu til Madrídar ásamt 29 nemendum. Í ferðinni verður m.a. heimsótt alþjóðastofnunin Instituto Cervantes sem heldur á lofti spænskri menningu og tungu. Þá munu nemendur heimsækja framhaldsskóla, skoða söfn og taka viðtöl við spænska vegfarendur.
Báðar ferðirnar standa yfir í viku.
Þýska þinghúsið og Instituto Cervantes
(Smellið á myndirnar til að stækka þær)