3. okt. 2012

Aðalfundur foreldrafélagsins 3. október

versloAðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 3. október kl. 19:00. Á dagskrá verður skýrsla fráfarandi stjórnar, kosning stjórnar og önnur mál.

Að loknum aðalfundi (klukkan 20:00) mun Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsóknar og greiningu koma og fjalla um rannsóknir á högum og líðan ungs fólks undanfarin ár og áhrif forvarna gagnvart neyslu vímuefna.

Áhugavert er fyrir foreldra að heyra hvernig Verzló kom út í rannsókninni, m.a. í samanburði við aðra skóla.

Fréttasafn