VÍ-mr dagurinn
Í dag, föstudaginn, 5. október, munu nemendur Verzlunarskólans etja kappi við nemendur Menntaskólans í Reykjavík á svokölluðum VÍ-mr degi (sem MR-ingar kalla MR-ví daginn). Þessi dagur á sér tveggja áratuga sögu en upphaf hans má rekja til mikils rígs á milli skólanna, sérstaklega þegar VÍ var við Grundarstíg. Til þess að ná tökum á þessum ríg og viðhalda honum eftir að VÍ flutti í Ofanleitið ákváðu nemendafélög skólanna að virkja hann í þágu skemmtanagildis.
Samkvæmt hefð munu nemendur skólanna mætast í keppni og þrautum í Hljómskálagarðinum um klukkan 15:00. Hápunktur dagsins er ræðukeppni sem fer fram í Bláa salnum hér í Verzló klukkan 20:00 (húsið verður opnað 19:30). Með henni lýkur formlegri dagskrá á vegum skólanna og er rétt að ítreka að engar frekari skemmtanir eða veisluhöld eru á ábyrgð nemendafélagsins eða skólans.
Rétt er að benda foreldrum og forráðamönnum á að ef þið hafið vitneskju um ólöglegar skemmtanir eða partí getið þið haft samband við lögreglu til þess að stöðva/koma í veg fyrir slíkar samkomur.