8. okt. 2012

Vel heppnaðar ferðir til Berlínar og Madrídar

Dagana 26. september til 3. október fóru nemendur 5. bekkjar á Alþjóða- og Málabraut í menningar-, námsferð til Madrídar. Í Madríd heimsótti hópurinn m.a. konungshöllina, dýragarðinn, Pradosafnið, Instituto Cervantes og aðra sögufræga staði í miðborg Madridar. Farið var í ratleik í miðborg Madridar þar sem nemendur öfluðu sér upplýsinga um staðinn sem þau voru á með því að spyrja vegfarendur spurninga. Einnig tók hópurinn viðtöl við spænsk ungmenni um frítíma þeirra og áhugamál. Kennurum þykir ferðin hafa heppnast vel í alla staði og var Spánverjum tíðrætt um hvað hópurinn væri kurteis og hegðaði sér vel.

Nemendur úr 5. B eru komnir heim eftir vel heppnaða ferð til Berlínar þar sem þeir drukku í sig menningu borgarinnar með því t.d að heimsækja og skoða sögufræga staði og byggingar. Verslunarskólinn OSZ LOTIS var heimsóttur og nemendur unnu einnig verkefni með því að fara í rannsóknarleiðangur um nokkrar götur í Berlín. Að endingu var farið til Potzam þar sem sumarhöll Friðriks mikla var heimsótt.

spann1 spann2 spann3

Myndir frá Spáni

tysk1 tysk2

Myndir frá Þýskalandi

Fréttasafn