12. okt. 2012

Bleikur föstudagur í Verzlunarskólanum

pinkEins og flestir vita er október mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.

Að því tilefni voru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku föstudaginn 12. október og lét Verzlunarskólinn ekki sitt eftir liggja í þeim efnum og mættu margir nemendur og kennarar í einhverju bleiku til að stunda nám sitt og vinnu.

Gangarnir í Verzló voru því nokkuð bleikir þennan daginn, mörgum til mikillar ánægju.

pink

Bleik kennarastofa (smellið á myndina til að stækka hana)

Fréttasafn