15. okt. 2012

Framtíðarþing VÍ

nynema3_vefurEins og aðrir framhaldsskólar stendur Verzlunarskóli Íslands á tímamótum. Stutt er í að ný lög um framhaldsskóla taki gildi, klukkutíma kennslustundir kalla á breyttar kennsluaðferðir og síðast en ekki síst hefur tækninni fleygt fram. Það er ljóst að skólinn mun breytast og þróast í takt við nýja tíma en það sem skiptir okkur mestu máli er í hvaða átt skólinn á að þróast.

Framtíðarþing VÍ verður haldið þriðjudaginn 16. október í íþróttasal skólans þar sem nemendur og kennarar munu ræða stefnumótun til framtíðar. Á þinginu er gert ráð fyrir 30 borðum og sitja 8 manns við hvert borð, 6 nemendur og 2 starfsmenn, samtals 240 fundarmenn.

Það er mikil áskorun að móta skólann til framtíðar og tilgangur þingsins er að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þeirri stefnumótun.

Framtíðarþingið hefst kl. 11:00  og er gert ráð fyrir að þessu ljúki eigi síðar en kl. 16:00.

Fréttasafn