18. okt. 2012

Hraði og hreyfing 17. október

Miðvikudaginn 17. október var kennt eftir stundaskrá Hraða og Hreyfingar. Þá er kennslustundin 40 mínútur hálfan daginn til að búa til pláss fyrir klukkutíma hreyfingu í síðasta tíma fyrir hádegi.

Í síðustu skipulögðu hreyfingu var farið í göngutúr, en í þetta skiptið gátu nemendur og kennarar valið á milli þess að dansa, fara í snú snú, kíkja í hjólreiðartúr (12,6 km) eða léttan göngutúr. Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.

hr1    

    

Smellið á myndirnar til að stækka þær

Það var þó ekki bara hreyft sig við Verzlunarskólann þennan daginn því nemendur í listasögu og myndlist eru staddir í Róm og fékk fréttaritari senda mynd af þeim því til sönnunar að þau hafi tekið þátt í deginum eins og við hin.

Mynd af hjólaleið dagsins (smella til að stækka)

Fréttasafn