6. nóv. 2012

Jól í skókassa

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni á vegum KFUM & KFUK sem felst í því að gefa börnum sem lifa við fátækt, sjúkdóma eða aðra erfiðleika jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa.

Skókassarnir eru síðan sendir til Úkraínu en þar er atvinnuleysi mikið og ástandið víða bágborið. Íslensku skókössunum verður m.a. dreift á munaðarleysingjaheimili, barnaspítala og til barna einstæðra mæðra svo eitthvað sé nefnt.

Nemendur í 5-R ákváðu að taka þátt í þessu verkefni og sendu gjafir til Úkraínu til að gleðja aðra og hvetja þau sem flesta til að taka þátt í þessu verkefni, en skiladagur gjafa er 10. nóvember n.k. og nánari upplýsingar er hægt að finna á www.kfum.is.

jsk

 

 

Fréttasafn