Stærðfræðideildin flytur í nýtt vinnuherbergi
Í síðustu viku flutti stærðfræðideild skólans í nýtt vinnuherbergi. Gamla vinnuherbergi deildarinnar var við hliðina á matsal kennara en það nýja er í IBM stofunni á þriðju hæð.
Af því tilefni buðu stærðfræðikennarar öðru starfsfólki skólans í innflutninsboð í hádeginu á nýliðnum föstudegi með tilheyrandi kræsingum. Vel var mætt í boðið og voru allir sem létu sjá sig hæstánægðir, stærðfræðikennarar með nýja vinnuherbergið og gestirnir með vel útilátið hlaðborðið.
Myndir úr kökuboðinu. Smellið á þær til að stækka þær.