16. nóv. 2012

Vælið í Hörpunni 23. nóvember

Vælið, söngkeppni skólans verður haldin í Eldborgarsal Hörpunnar þann 23. nóvember næstkomandi. Ljóst er að mikið verður um dýrðir en Skemmtinefnd skólans hefur setið sveitt að undirbúningi dagsins síðustu vikur.

Búið er að velja 13 atriði sem munu stíga á stokk og er mikil eftirvænting byrjuð að myndast í skólanum fyrir þessu glæsilegasta kvöldi skólaársins.

Áhugasömum er bent á að miðasala er hafin á http://midi.is/tonleikar/15/366/.

vaelid

Fréttasafn