16. nóv. 2012

Mælskukeppni á degi íslenskrar tungu

Verzlingar héldu upp á dag íslenskrar tungu með því að blása til keppninnar „Mælskasti maður og kímni“. Umræðupunktar komu úr öllum áttum en íslenskt mál bar auðvitað oft á góma á Marmaranum í tilefni dagsins. Keppendur voru 16 talsins og skemmtu þeir áhorfendum hið besta með mælsku sinni.

Það var 3. bekkingurinn Árni Reynir Guðmundsson sem fór með sigur af hólmi en hann vann hug og hjörtu áhorfenda með einkar hugvitsamlegri umfjöllun sinni um skemmtistaðinn B5 í Reykjavík án þess að hafa eina einustu hugmynd um tilvist þess staðar. Í öðru og þriðja sæti voru þau Árni Þórmar Þorvaldsson og Alma Dóra Ríkharðsdóttir. Eiga þau og allir keppendurnir 16 hrós skilið fyrir góða frammistöðu.

arni

Fréttasafn