27. nóv. 2012

Ólöf Kristín sigraði í Vælinu

Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands, fór fram föstudaginn 23. nóvember sl. í Hörpunni. Óhætt er að fullyrða að keppnin hafi verið glæsileg og tekist vel í alla staði. Auk 13 söngatriða voru fjölmörg dans- og skemmtiatriði.

Sigurvegari kvöldsins var Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, 6–T, og voru flestir sammála um það að hún hafi verðskuldað sigurinn í góðri keppni.

Helena Sævarsdóttir í ljósmyndanefnd tók glæsilegar myndir á keppninni og birtust þær á heimasíðu visi.is. Myndirnar má nálgast hér.

Hérna er hægt að nálgast viðtal við Ólöfu eftir keppnina.

olof

Ólöf syngur lagið Feeling Good (mynd: visir.is)

 

 

Fréttasafn