Prófsýning og fall í áfanga
Einkunnir verða aðgengilegar nemendum í upplýsingakerfinu miðvikudaginn 19. desember klukkan 20.00. Prófsýningin verður fimmtudaginn 20. desember frá klukkan 11.30 til 13.00. Einkunnablöð verða ekki prentuð út en nemendur sem þurfa staðfest afrit af einkunnum sínum geta fengið slíka útprentun á skrifstofu skólans.
Fall í áfanga
Því miður gerist það á hverju ári að nemendur ná ekki þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar í áföngum og þá er mikilvægt að þeir og foreldrar þeirra kynni sér vel hvaða reglur eiga við þegar nemandi fellur í áfanga. Í meginatriðum gerist eftirfarandi:
Nemendur sem falla á haustönn (desember) verða að endurtaka áfangann og verða próf haldin í janúar. (Nemendur geta ráðið því hvort þeir taka janúarprófin eða ekki. Hins vegar er hér um "tækifæri" númer 2 hjá nemendum að ræða hvort sem þeir taka prófið eða ekki). Þeir sem falla aftur geta þá tekið áfangann í þriðja sinn í fjarnámi VÍ og verða próf haldin í maí.
Nemandi má að hámarki endurtaka 3 áfanga. Falli hann í fleirum en þremur áföngum þá telst hann fallinn á árinu. Ef nemandi fellur þrisvar í sama áfanga telst hann endanlega fallinn. (Unnið úr skólareglum á netinu.)
Mælt er eindregið með því að nemendur nýti sér endurtekningarprófin í janúar og losi sig við falláfanga sem fyrst. Prófin verða 9. - 11. janúar og eru nemendur sjálfkrafa skráðir í þau. Nánari próftafla verður auglýst síðar á heimasíðu skólans. Þeir sem endurtaka í maí þurfa að skrá sig sérstaklega í fjarnámið á fjarnámsvefnum (www.verslo.is/fjarnam ) fyrir 21. janúar.