Jólaleyfi og upphaf vorannar
Skólanum verður lokað frá 20. desember klukkan 16.00 og hann opnaður aftur föstudaginn 4. janúar klukkan 8.00. Skrifstofan verður opin frá klukkan 10.00 vegna fundahalda.
4. janúar munu kennarar og starfsmenn nýta til skólaþróunarverkefna og því verður engin kennsla þann dag. Nemendur sjá stundaskrár sínar í upplýsingakerfinu og eiga að mæta með námsgögn í skólann mánudaginn 7. janúar en þá hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.